Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins og segir ástæðuna vera veikleika í ríkisfjármálum, efnahagslífi og pólitík.
Lækkar einkunnin úr A+/A-1+ í A/A-1.
S&P sagði að einkunnin hefði verið lækkuð vegna versnandi hagvaxtarhorfa og þeirrar skoðunar fyrirtækisins, að núverandi samsteypustjórn hafi ekki burði til að bregðast með raunhæfum hætti við ástandinu.