Lánshæfiseinkunn Ítalíu lækkar

Frá Róm, höfuðborg Ítalíu.
Frá Róm, höfuðborg Ítalíu. Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins og segir ástæðuna vera veikleika í ríkisfjármálum, efnahagslífi og pólitík.

Lækkar einkunnin úr A+/A-1+ í A/A-1. 

S&P sagði að einkunnin hefði verið lækkuð vegna versnandi hagvaxtarhorfa og þeirrar skoðunar fyrirtækisins, að núverandi samsteypustjórn hafi ekki burði til að bregðast með raunhæfum hætti við ástandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK