Segir banka þurfa að auka hagnað sinn

Reuters

Fjölmargir bankar í Evrópu og Bandaríkjunum þurfa að tvöfalda hagnað sinn og rúmlega það fyrir árið 2015 til þess að uppfylla kröfur um fjármögnun sem líklegt er að verði gerðar til þeirra næstu árin að mati sérfræðinga. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag.

Bankastofnanir þurfa að auka hagnað sinn um u.þ.b. 350 milljarða dollara að mati ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey sem segir að bankar standi frammi fyrir mun meiri erfiðleikum en skuldavandanum sem þeir takist á við í dag.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK