Tchenguiz semur við Kaupþing

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Vincent Tchenguiz hefur gert samkomulag við slitastjórn Kaupþings og hefur Tchenguiz fallið frá skaðabótakröfu á hendur bankanum. Segir í yfirlýsingu frá Tchenguiz að samkomulagið sé öllum aðilum málsins til hagsbóta.

Segir í yfirlýsingunni að sjóðir í eigu fjölskyldu hans og fjárfestingafyrirtæki hans, Euro Group, hafi náð samkomulagi við Kaupþing í Bretlandi og á Íslandi. Tchenguiz hafði metið kröfur sínar á hendur bankanum á um 1,5 milljarð punda, 276 milljarða króna, en bæði var tekist á um kröfu hans á hendur þrotabúi Kaupþings fyrir dómstólum á Íslandi og í Bretlandi.

Fyrr á árinu var upplýst um rannsókn Serious Fraud Office (SFO) á lánveitingum Kaupþings og að rannsóknin beindist einkum að bróður Vincent, Robert Tchenguiz. Voru þeir báðir yfirheyrðir af SFO í mars sl.

Ástæða þess að Vincent, var líka færður til yfirheyrslu sú að þegar harðna tók á dalnum hjá Robert og veðköllin hrönnuðust upp, hljóp Vincent undir bagga með bróður sínum og lánaði hluta eigna sinna til að bæta tryggingastöðu Roberts gagnvart bankanum, samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því í mars.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins frá þeim tíma rannsakar SFO fyrst og fremst að því virðist nánast takmarkalausan aðgang Roberts Tchenguiz að lánsfé hjá Kaupþingi. Þegar aðrir bankar gerðu veðköll hjá honum undir lok árs 2007 og á árinu 2008 kom Kaupþing Robert jafnan til aðstoðar með aukinni fyrirgreiðslu. Allar lánveitingar Kaupþings til Roberts Tchenguiz voru gerðar í gegnum móðurfélagið á Íslandi. En viðskiptasamband Roberts við bankann hófst hins vegar við Kaupthing Singer&Friedlander árið 2004.

Í tilkynningu frá skila- og slitanefnd Kaupþings frá því í morgun kemur fram að fallið hafi verið frá öllum kröfum Tchenguiz Family Trust á hendur Kaupþingi í kjölfar samkomulags milli aðila. Hins vegar er snýr samkomulagið einvörðungu að málaferlum Vicent en ekki bróður hans, Robert Tchenguiz.

Kaupþing hefur allt frá því Vincent höfðaði málið hafnað kröfum hans í þrotabúið.

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK