Hærri vextir á grísk og spænsk skuldabréf

mbl.is

Breska dagblaðið Daily Telegraph segir frá því að gríska ríkið hafi selt ríkisskuldabréf fyrir rúmlega 1,6 milljarða evra í útboði í morgun. Um sé að ræða bréf til þriggja mánaða með 4,56% vöxtum sem sé nokkru hærri vextir en Grikkland greiddi í ágúst en þá voru þeir 4,5%.

Þá hafi Spánn einnig staðið fyrir tveimur skuldabréfaútboðum í morgun og var niðurstaðan sú að spænska ríkið þurfti að greiða 3,59% vexti að meðaltali vegna 12 mánaða skuldabréfa miðað við 3,33% í ágúst og 3,8% á 18 mánaða bréf miðað við 3,59% í síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK