Íhuga þjóðaratkvæði um evruna

Niðurskurðaráætlunum grískra stjórnvalda hefur verið harðlega mótmælt í Grikklandi.
Niðurskurðaráætlunum grískra stjórnvalda hefur verið harðlega mótmælt í Grikklandi. Reuters

Grísk stjórn­völd eru sögð íhuga að láta fara fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um það hvort landið eigi að vera áfram á evru­svæðinu. Er Geor­ge Pap­andreou, for­sæt­is­ráðherra, sagður telja að slík at­kvæðagreiðsla gæti styrkt stjórn­völd í bar­átt­unni gegn skuldakrepp­unni.

Gríska blaðið Kat­hi­mer­ini hef­ur þetta eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um. Seg­ir blaðið á vef sín­um, að verði niðurstaða slíkr­ar at­kvæðagreiðslu sú að landið eigi að vera áfram á evru­svæðinu sé hægt að túlka það sem end­ur­nýjað umboð til rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að fram­fylgja ströng­um niður­skurðaráætl­un­um. Verði til­lag­an felld gæti það leitt til þess að Grikk­land segði sig úr Efna­hags- og mynt­banda­lagi Evr­ópu og hætti að nota evru. 

Er­lend­ir lán­ar­drottn­ar Grikk­lands krefjast þess að stjórn­völd fram­fylgi áætl­un­um um að selja rík­is­eign­ir og skeri meira niður í rík­is­fjár­mál­um. Al­menn­ing­ur hef­ur hins veg­ar mót­mælt sparnaðaráform­um stjórn­valda. 

Blaðið seg­ir, að þings­álykt­un­ar­til­laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslu verði lögð fyr­ir gríska þingið og rædd þar á næstu dög­um. Pap­andreou hef­ur áður vísað hug­mynd­um um slíka þjóðar­at­kvæðagreiðslu á bug en er nú sagður hafa skipt um skoðun.

Gríska rík­is­stjórn­in er sögð klof­in í af­stöðu til hugs­an­legr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Sum­ir ráðherr­ar hafa kraf­ist nýrra þing­kosn­inga og þjóðar­at­kvæðagreiðslu um evr­una en aðrir vilja hvor­ugt.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK