Vara við nýrri kreppu

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Varað er við nýrri efnahagskreppu í Evrópu og Bandaríkjunum í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Telur AGS að efnahagslíf heimsins sé komið á nýtt hættulegt stig.

Samkvæmt hagvaxtarspá AGS mun hagvöxtur dragast saman og vera 4% á næsta ári samanborið við 5% árið 2010 og er það meðal annars rakið til óstöðugleika í fjármálum á evrusvæðinu.

Spáir AGS því að hagvöxtur verði 1,1% í Bretlandi í ár en fyrri spá hljóðaði upp á 1,5%. Á næsta ári spáir AGS því að hagvöxturinn verði 1,6% í Bretlandi í stað 2,3% samkvæmt fyrri spá. Samkvæmt þessu verður minni hagvöxtur í Bretlandi í ár heldur en innan evrusvæðisins þrátt fyrir að ríki eins og Grikklandi sé spáð samdrætti upp á 5% í ár og Portúgal samdrætti upp á 2,2%. Hins vegar er spáð minni hagvexti á evrusvæðinu en Bretlandi á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK