Evrópski seðlabankinn hefur í dag keypt skuldabréf ítalska ríkisins samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph. Munurinn á ávöxtunarkröfu ítalskra og þýskra ríkisskuldabréfa var 4,07% í viðskiptum í morgun.
Munurinn var 4,16% í ágúst, áður en Evrópski seðlabankinn hóf að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf, og hafði þá aldrei verið meiri síðan evran var tekin í notkun sem gjaldmiðill.
Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að ítölsk stjórnvöld hefðu verið í viðræðum við Kínverja um að kaupa ítölsk skuldabréf. Ekki er ljóst hvort þær viðræður hafi skilað einhverjum árangri.