Evrópski seðlabankinn kaupir ítölsk skuldabréf

Evrópski seðlabankinn. Úr myndasafni.
Evrópski seðlabankinn. Úr myndasafni.

Evr­ópski seðlabank­inn hef­ur í dag keypt skulda­bréf ít­alska rík­is­ins sam­kvæmt frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph. Mun­ur­inn á ávöxt­un­ar­kröfu ít­alskra og þýskra rík­is­skulda­bréfa var 4,07% í viðskipt­um í morg­un.

Mun­ur­inn var 4,16% í ág­úst, áður en Evr­ópski seðlabank­inn hóf að kaupa ít­ölsk rík­is­skulda­bréf, og hafði þá aldrei verið meiri síðan evr­an var tek­in í notk­un sem gjald­miðill. 

Greint var frá því í fjöl­miðlum ný­verið að ít­ölsk stjórn­völd hefðu verið í viðræðum við Kín­verja um að kaupa ít­ölsk skulda­bréf. Ekki er ljóst hvort þær viðræður hafi skilað ein­hverj­um ár­angri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK