Olíuverð hefur lækkað á heimsmarkaði í dag. Þannig hefur olía á bandarískum markaði lækkað um nærri 3,5% og er verðið um 83 dalir tunnan. Brent-Norðursjávarolía hefur lækkað á markaði í Lundúnum um 1,9% og er verðið 107,66 dalir.
Lækkunin kemur í kjölfar yfirlýsingar frá bandaríska seðlabankanum í gærkvöldi um að blikur séu á lofti í efnahagslífi Bandaríkjanna og að draga kunni úr hagvexti á ný.