Bandarísk hlutabréf hækkuðu lítillega í verði í dag líkt og evrópsk hlutabréf eftir að svonefnd G20 ríki hétu því að takast á við skuldakreppuna á evrusvæðinu og orðrómur komst á kreik um að seðlabanki Evrópu hefði ákveðið að styðja betur við banka sem hefðu lent í vandræðum.
Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,35% og er 10.771 stig. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 1,12% og 2.483 stig.
Hlutabréf lækkuðu mikið í vikunni um allan heim. Áætlað er að markaðsverðmæti skráðra bandarískra hlutabréfa hafi lækkað um 1 billjón dala í vikunni og það hefur ýtt undir ótta við að nýtt samdráttarskeið sé framundan.