Sjö fengu 170 milljarða afskrifaða

Bankarnir hafa þurft að afskifa mikið af lánum fyrirtækja sem …
Bankarnir hafa þurft að afskifa mikið af lánum fyrirtækja sem ekki hafa getað staðið við skuldbindingar sínar.

Bank­ar og fjár­mála­fyr­ir­tæki höfðu um mitt þetta ár af­skrifað sam­tals 336 millj­arða hjá 41 fyr­ir­tæki. Þetta fram í skýrslu Eft­ir­lits­nefnd um sér­tæka skuldaaðlög­un. Sjö fjár­fest­inga og eign­ar­halds­fé­lög fengu sam­tals 170 millj­arða af­skrifaða.

Sam­kvæmt lög­um á eft­ir­lits­nefnd­in að skila reglu­lega skýrslu um fram­kvæmd laga um sér­staka skuldaaðlög­un. Nýj­asta skýrsl­an er sú þriðja í röðinni. Sam­kvæmt lög­un­um á nefnd­in að skila töl­fræðileg­um upp­lýs­ing­um um fyr­ir­tæki sem fá meina en einn millj­arð í eft­ir­gjöf skulda.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að sjö fast­eigna­fé­lög fengu sam­tals 13,6 millj­arða af­skrifaða. Sjö fjár­fest­inga og eign­ar­halds­fé­lög fengu 170 millj­arða af­skrifaða. Fimm sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki fengu 12,8 millj­arða af­skrifaða. Fjög­ur verka­taka og bygg­inga­fyr­ir­tæki fengu 26,6 millj­arða af­skrifaða. Þrett­án versl­un­ar­fyr­ir­tæki fengu 88,5 millj­arða af­skrifaða og fimm önn­ur fyr­ir­tæki fengu sam­tals 25 millj­arða af­skrifaða.

Til viðbót­ar var lán­um að upp­hæð 91,5 millj­örðum hjá níu fyr­ir­tækj­um breytt í hluta­fé. Rúm­lega 70 millj­arðar af þess­ari upp­hæð er hjá þess­um sjö fjár­fest­inga og eign­ar­halds­fé­lög­um.

Sam­kvæmt lög­un­um má nefnd­in ekki upp­lýsa um nöfn þeirra fyr­ir­tækja sem hafa fengið skuld­ir af­skrifaðar.

Skýrsla eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK