Þrátt fyrir boðaðar aðgerðir G20-ríkjanna til að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum eftir hrun á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í gær snarféllu vísitölur á hlutabréfamörkuðum í Asíu er þeir opnuðu í nótt.
Þannig féll Kospi-talan í Seoul í Suður-Kóreu um 4,7%, vísitala kauphallarinnar í Taiwan lækkaði um 3,5% og í Hong Kong nama lækkunin 2%. Þá lækkaði ástralska ASX-talan um 1,2% strax við opnun.
Á mörgum þessara markaða hefur lækkunin í vikunni verið sú mesta frá því við upphaf efnahagshrunsins 2008.
Í gær lækkuðu vísitölur hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum og Evrópu kringum 5%.