Olíuverð lækkar

Á hverjum degi flytja tankskip um 17 milljónir olíutunna í …
Á hverjum degi flytja tankskip um 17 milljónir olíutunna í gegnum Hormuz-sund fyrir olíuríki Mið-Austurlanda. Reuters

Olíuverð féll í dag, þriðja daginn í röð en þar höfðu áhyggjur af efnahagsástandi á heimsvísu og eftirspurn eftir orkugjöfum mest áhrif.  Olían lækkaði um 87 sent niður í 79,64 dali á tunnu eftir að hafa fallið um 6%. Brent-hráolía féll  um 91 sent og kostar tunnan nú 104,58 dali.

Fjárfestar eru enn plagaðir af stöðnun í bandarísku hagkerfi og skuldavanda í Evrópu.  Þar skiptir ekki síst máli að Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn átta grískra banka en greiðslufall Grikkja gæti einnig haft áhrif utan Evrópu.

Fyrr á þessu ári hækkaði olíuverð í 114 dali á tunnuna og vonuðust margir fjárfestar þá til þess að batnandi efnahagur í heiminum skilaði sér í aukinni eftirspurn eftir olíu. Hins vegar hefur aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum, sem er stærsti kaupandinn, og merki um minnkandi hagvöxt í Kína sem er næststærsti kaupandinn, haft áhrif til lækkunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK