Olíuverð lækkar

Á hverjum degi flytja tankskip um 17 milljónir olíutunna í …
Á hverjum degi flytja tankskip um 17 milljónir olíutunna í gegnum Hormuz-sund fyrir olíuríki Mið-Austurlanda. Reuters

Olíu­verð féll í dag, þriðja dag­inn í röð en þar höfðu áhyggj­ur af efna­hags­ástandi á heimsvísu og eft­ir­spurn eft­ir orku­gjöf­um mest áhrif.  Olí­an lækkaði um 87 sent niður í 79,64 dali á tunnu eft­ir að hafa fallið um 6%. Brent-hrá­ol­ía féll  um 91 sent og kost­ar tunn­an nú 104,58 dali.

Fjár­fest­ar eru enn plagaðir af stöðnun í banda­rísku hag­kerfi og skulda­vanda í Evr­ópu.  Þar skipt­ir ekki síst máli að Moo­dy's lækkaði láns­hæfis­ein­kunn átta grískra banka en greiðslu­fall Grikkja gæti einnig haft áhrif utan Evr­ópu.

Fyrr á þessu ári hækkaði olíu­verð í 114 dali á tunn­una og vonuðust marg­ir fjár­fest­ar þá til þess að batn­andi efna­hag­ur í heim­in­um skilaði sér í auk­inni eft­ir­spurn eft­ir olíu. Hins veg­ar hef­ur aukið at­vinnu­leysi í Banda­ríkj­un­um, sem er stærsti kaup­and­inn, og merki um minnk­andi hag­vöxt í Kína sem er næst­stærsti kaup­and­inn, haft áhrif til lækk­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK