Smyril Line bjargað

Norræna í Seyðisfjarðarhöfn.
Norræna í Seyðisfjarðarhöfn. mbl.is/Einar Bragi

Fær­eyska lögþingið samþykkti í dag að af­skrifa 6 millj­ón­ir danskra króna af því hluta­fé, sem fær­eyska ríkið á í Smyr­il Line en það var for­senda fyr­ir því að nýtt hluta­fé fá­ist í fé­lagið. Fær­eyska út­varpið seg­ir, að ella hefði Smyr­il Line, sem rek­ur ferj­una Nor­rænu, verið tekið til gjaldþrota­skipta.

Lögþingið samþykkti með 22 at­kvæðum gegn 2 frum­varp ráðherr­ans Johans Dahls um að lands­stjórn­in af­skrifaði hluta­féð. Það þýðir að lands­stjórn­in á ekki leng­ur ráðandi hlut í Smyr­il Line en hún hef­ur verið skráð fyr­ir 24,6% hlut.

Í frum­varp­inu kem­ur fram, að sögn fær­eyska út­varps­ins, að tvö ný fé­lög hafi áhuga á að leggja Smyr­il Line til 40 millj­ón­ir danskra króna, 860 millj­ón­ir ís­lenskra króna, í nýju hluta­fé. Fram hafi komið í umræðum á þing­inu að einn fjár­fest­ir ætli að leggja fé­lag­inu til 25 millj­ón­ir króna,  Fram­taks­grunn­ur Fær­eyja, sem er einskon­ar op­in­ber hluta­bréfa­sjóður, mun leggja fé­lag­inu til 10 millj­ón­ir en sjóður­inn er fyr­ir stærsti hlut­haf­inn í Smyr­il Line með  33,6% hlut. Þá mun trygg­inga­fé­lagið TF Hold­ing leggja Smyr­il Line til 5 millj­ón­ir en TF á 20,7% hlut.

Dahl upp­lýsti á þing­inu, að tæk­ist ekki að finna lausn á fjár­hagserfiðleik­um Smyr­il Line nú verði ekki hægt að greiða af­borg­an­ir af lán­um, sem eru á gjald­daga 7. októ­ber. Það myndi þýða að fé­lagið yrði tekið til gjaldþrota­skipta.

Smyr­il Line hef­ur átt við rekstar­erfiðleika að stríða eft­ir að nú­ver­andi Nor­ræna var tek­in í notk­un árið 2003. Hef­ur fær­eyski lands­stjóður­inn oft orðið að hlaupa und­ir bagga með fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK