Evrusvæðið má engan tíma missa

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á ársfundinum í dag.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á ársfundinum í dag. Reuters

Í yfirlýsingu sem samþykkt var á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í dag segir, að lönd á evrusvæðinu muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa skuldakreppuna sem ógnar efnahagslífi alls heimsins.

Segir í yfirlýsingunni, sem stýrinefnd AGS samþykkti, segir að evruríkin 17 muni grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að leysa skuldavandann og tryggja fjárhagslegan stöðugleika á svæðinu í heild og í einstökum aðildarríkjum.

Þá segir að aðildarríki AGS muni vinna saman til að koma á stöðugleika á fjármálamörkuðum og auka traust. „Þótt aðstæður okkar séu mismunandi eru hagkerfi og fjármálakerfi okkar samtvinnuð. Við munum því vinna saman að því að auka traust og stöðugleika á fjármálamörkuðum og glæða alþjóðlegan hagvöxt," segir í yfirlýsingunni.  

Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, sagði á ársfundinum í dag, að verði skuldakreppan á evrusvæðinu ekki leyst án tafar gæti það leitt til þess, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda en mikil eftirspurn væri nú eftir aðstoð frá sjóðnum. 

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, tók undir þetta, og sagði að það stæði glöggt hvort sjóðurinn réði yfir nægum fjármunum í ljósi þess hve mikil þörf væri fyrir fjármagn.

„Þótt nærri 400 milljarða dala lánasjóður virðist nægilega stór er þetta ekki há fjárhæð þegar litið er til fjármögnunarþarfarinnar," sagði Lagarde.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK