Evrusvæðið má engan tíma missa

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á ársfundinum í dag.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á ársfundinum í dag. Reuters

Í yf­ir­lýs­ingu sem samþykkt var á árs­fundi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í Washingt­on í dag seg­ir, að lönd á evru­svæðinu muni gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að leysa skuldakrepp­una sem ógn­ar efna­hags­lífi alls heims­ins.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem stýr­i­n­efnd AGS samþykkti, seg­ir að evru­rík­in 17 muni grípa til allra nauðsyn­legra ráðstaf­ana til að leysa skulda­vand­ann og tryggja fjár­hags­leg­an stöðug­leika á svæðinu í heild og í ein­stök­um aðild­ar­ríkj­um.

Þá seg­ir að aðild­ar­ríki AGS muni vinna sam­an til að koma á stöðug­leika á fjár­mála­mörkuðum og auka traust. „Þótt aðstæður okk­ar séu mis­mun­andi eru hag­kerfi og fjár­mála­kerfi okk­ar sam­tvinnuð. Við mun­um því vinna sam­an að því að auka traust og stöðug­leika á fjár­mála­mörkuðum og glæða alþjóðleg­an hag­vöxt," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.  

Zhou Xia­ochuan, seðlabanka­stjóri Kína, sagði á árs­fund­in­um í dag, að verði skuldakrepp­an á evru­svæðinu ekki leyst án taf­ar gæti það leitt til þess, að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ráði ekki yfir næg­um fjár­mun­um til að aðstoða önn­ur ríki í vanda en mik­il eft­ir­spurn væri nú eft­ir aðstoð frá sjóðnum. 

Christ­ine Lag­ar­de, fram­kvæmda­stjóri AGS, tók und­ir þetta, og sagði að það stæði glöggt hvort sjóður­inn réði yfir næg­um fjár­mun­um í ljósi þess hve mik­il þörf væri fyr­ir fjár­magn.

„Þótt nærri 400 millj­arða dala lána­sjóður virðist nægi­lega stór er þetta ekki há fjár­hæð þegar litið er til fjár­mögn­un­arþarfar­inn­ar," sagði Lag­ar­de.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka