Bankakerfið ætti að þola skuldalækkun

Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands.
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands. mbl.is

Gylfi Magnús­son pró­fess­or seg­ir að þó að evr­ópsk­ar fjár­mála­stofn­an­ir þurfi að taka á sig mikl­ar af­skrift­ir skulda vegna Grikk­lands ætti banka­kerfið að þola það. Ein­stak­ir bank­ar kunni þó að lenda í vand­ræðum sem kalli á stuðning rík­is­sjóða ein­stakra landa.

Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn vinna núna að því að ná sam­komu­lagi um björg­un­araðgerðir sem miða að því að taka á skulda­vanda evru­svæðis­ins. Aðgerðirn­ar eru sagðar gera ráð fyr­ir að um helm­ing­ur skulda Grikkja verði af­skrifaður.

„Það eru all­ir sam­mála um að það er ekki hægt að stunga höfðinu í sand­inn,“ sagði Gylfi þegar hann var spurður hvort svona víðtæk­ar aðgerðir væru óhjá­kvæmi­leg­ar. Hann seg­ir flest benda til að menn séu að reyna að koma sér sam­an um nauðsyn­leg­ar aðgerðir. Það hafi tekið lang­an tíma að skapa póli­tíska sam­stöðu um aðgerðir og ekki út séð um hvernig pakk­inn komi til með að líta út á end­an­um.

Gylfi seg­ir búið að liggja fyr­ir í nokk­urn tíma að það verði að af­skrifa skuld­ir Grikkja. „Töl­urn­ar fyr­ir Grikk­land eru svo slæm­ar og mun verri en hjá nokkru öðru landi í Evr­ópu­sam­band­inu. Það er sama hvort litið er á fjár­laga­halla, skuld­ir eða viðskipta­halla. Það var bara um tvennt að ræða, annað hvort að Grikk­ir fengju stór­an hluta af þessu fellt niður eða ein­hverj­ir aðrir hefðu tekið þetta á sig og það var auðvitað ekki inn í mynd­inni.“

Gylfi sagði að niður­fell­ing á skuld­um Grikk­lands þýddi að þeir sem ættu kröf­ur á Grikki þyrftu að af­skrifa skuld­ir. Þetta væru hinar ýmsu fjár­mála­stofn­an­ir, þar á meðal Seðlabanki Evr­ópu. „Tapið lend­ir fyrst á þeim, en auðvitað get­ur það leitt til þess að ein­hverj­ar stofn­an­ir þurfi að leita á náðir hins op­in­bera um stuðning til að þola höggið. Þetta get­ur því lent á hinum ýmsu rík­is­sjóðum Evr­ópu og jafn­vel utan Evr­ópu. Það verður samt að hafa í huga að þrátt fyr­ir allt er Grikk­land lítið land. Þetta ætti því ekki að valda vand­ræðum nema í ein­staka til­fell­um. Þetta ætti ekki að valda kerf­is­bund­inni áhættu fyr­ir evr­ópska banka­kerfið.“

Gylfi seg­ir að á næstu dög­um verði sjálfsagt tek­ist á um út­færslu á skulda­lækk­un Grikkja. Það þurfi að ræða hvernig skuld­irn­ar séu færðar niður. Það sé hægt að fella niður skuld­ir með því að lækka höfuðstól tals­vert, en líka með því að lána með mjög hag­stæðum kjör­um til lengri tíma. Björg­un­ar­pakk­inn geti falið í sér blöndu af þess­um tveim­ur leiðum.

Fleiri ríki eiga í erfiðleik­um í Evr­ópu eins og Spánn, Portúgal, Ítal­ía, Írland og Belg­ía. Gylfi seg­ir sum þess­ara ríkja berj­ist við mikl­ar skuld­ir, viðskipta­halla og fjár­laga­halla. „Staðan hjá þess­um ríkj­um er þrátt fyr­ir allt mun skárri en Grikk­lands. Ég á því von á því að menn muni draga skýr­ar víg­lín­ur milli Grikk­lands og hinna ríkj­anna og lýsa því þá yfir að efna­hags­leg­ur þrótt­ur ESB og evr­ópski seðlabank­inn og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn muni standa á bak við hin lönd­in. Síðan vona menn að það dugi til að smátt og smátt fær­ist ró yfir markaði og þessi lönd geti unnið sig út úr vand­an­um með tíð og tíma.“

Gylfi seg­ir ljóst að Grikk­ir verði að gang­ast und­ir ströng skil­yrði fyr­ir þess­um björg­un­araðgerðum. Þetta muni vænt­an­lega ekki bara snúa að skamm­tímaaðgerðum í rík­is­fjár­mál­um held­ur einnig aðgerðum til langs tíma eins og breyt­ing­ar á líf­eyri­s­kerfi og breyt­ing­ar sem muni stuðla að sam­keppn­is­hæfni Grikkja. „Það er aug­ljóst að menn fella ekki niður skuld­ir og leyfa mönn­um síðan að halda áfram að safna nýj­um skuld­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK