Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa hækkað mikið í morgun og eru það einkum bankar sem leiða hækkanir.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 1,02% en hlutabréf Royal Bank of Scotland hafa hækkað um 5,96%.
Í Þýskalandi hefur DAX vísitalan hækkað um 2,9% og hafa hlutabréf Deutsche Bank hækkað um 8,07% og Commerzbank um 7,33%.
Á Ítalíu hefur FTSE Mib hlutabréfavísitalan hækkað um 3,77% og í Mílanó hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 3,14%.
Í París hefur CAC vísitalan hækkað um 2,40% og hefur BNP Paribas hækkað um rúm 8%. Credit Agricole and Societe General hafa einnig hækkað mikið.