Björgunarsjóður ríflega fjórfaldaður

Reuters

Ný björg­un­ar­áætl­un er í mót­un á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til þess að bjarga evru­svæðinu sam­kvæmt frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC. Meðal þess sem bú­ist er við að hún inni­haldi er að helm­ing­ur skulda gríska rík­is­ins verði af­skrifaður og að björg­un­ar­sjóður svæðis­ins verði stækkaður upp í allt að 2.000 millj­arða evra eða rúm­lega fjór­föld stærð hans í dag.

Sam­kvæmt frétt­inni er gert ráð fyr­ir því að það reyn­ist gríðarlega erfitt að fá björg­un­ar­áætl­un­ina samþykkta en á móti komi að ef það tak­ist ekki verði af­leiðing­arn­ar mjög al­var­leg­ar. For­ystu­menn ESB von­ist til þess að áætl­un­in verði til­bú­in inn­an fimm til sex vikna.

Fram kem­ur að fjár­fest­um þyki hafa gengið hægt að finna lausn á skuldakrísu evru­svæðis­ins til þessa og að ef róa eigi markaðina þurfi aðgerðir en ekki bara yf­ir­lýs­ing­ar.

Frétta­vef­ur breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph seg­ir að veru­leg­ar af­skrift­ir skulda gríska rík­is­ins feli í raun í sér skipu­legt greiðsluþrot Grikk­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK