Allar helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu lækkuðu í dag á sama tíma og óvissan eykst um framtíð evrunnar og evru-svæðisins. Ekki ýtti það undir bjartsýni fjárfesta þau ummæli G-20 fundarins að það þurfi á styrku sameiginlegu átaki að halda svo hægt sé að forðast aðra heimskreppu.
Í Tókýó lækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan um 2,17%, í Seúl nam lækkunin 2,64% og í Sydney lækkaði vísitalan um 1,01%.
Um miðjan dag hafði Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 2,97% og í Sjanghaí nam lækkunin 1,54%.