Rætt um Kína sem bjargvætt

Fjármálahverfið í Peking.
Fjármálahverfið í Peking.

Mikill þrýstingur er nú sagður á Kína um að bjarga löndum Evrópu úr skuldakreppunni en fréttaskýrandi Sky segir menn trega til björgunar í Peking. Kínverjar eiga um 3.000 milljarða bandaríkjadala í gjaldeyrisvarasjóði samkvæmt opinberum tölum frá kínverska Alþýðubankanum.

Hagstæður viðskiptajöfnuður Kína í gegnum árin hefur skilað þeim þessari niðurstöðu og eru þeir stærstu kaupendur skuldabréfa Bandaríkjanna. Þeir hafa hafa einnig verið að kaupa evrópsk skuldabréf og nýlega keyptu þeir spænsk ríkisskuldabréf  að andvirði 25 milljarða evra, nær 4.000 milljarða króna.

Kínverjar eru ekki alveg vandræðalausir sjálfir þegar kemur að efnahagsmálum og verðbólgu. Sky hefur eftir heimildarmanni í Peking að björgunaraðgerðir til handa skuldahrjáðri Evrópu séu því ekki efst á óskalista kínversks almennings. 

Kínverskur prófessor bendir á að Kínverjar hafi ef til ekki það mikið val þegar kemur að skuldsettri Evrópu sem sé helsti kaupandi kínverskra framleiðsluvara. Með því að hjálpa Evrópu séu þeir því um leið að hjálpa sjálfum sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK