Hlutabréf hækka

Úr kauphöllinni í Lundúnum.
Úr kauphöllinni í Lundúnum. Reuters

Hlutabréf hafa hækkað umtalsvert í viðskiptum í kauphöllum í Evrópu í morgun eftir hækkun í asískum kauphöllum í nótt og morgun.

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,82% í kauphöllinni í Japan og hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um 4,15%.

Það sem af er degi hefur FTSE vísitalan í Lundúnum hækkað um 2%, DAX vísitalan í Þýskalandi um 3% og CAC vísitalan í París um 2,9%.

Hækkun hlutabréfanna er rakin til vaxandi væntinga um að leiðtogar ríkja á evrusvæðinu og Alþjóðagjaldeyrissjóður nái samkomulagi um víðtækar aðgerðir til að leysa skuldavandann i evrulöndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK