Íslandsbanki má eiga Byr

mbl.is/Eggert

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í BYR hf.

Fjármálaeftirlitinu hefur einnig borist ósk um samþykki stofnunarinnar á fyrirhuguðum samruna Íslandsbanka og BYRs. Sú ósk er enn til meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu og bíður stofnunin frekari gagna frá samrunaaðilum.

Íslandsbanki keypti BYR í sumar og var þá gert ráð fyrir að í kjölfarið yrði starfsemi Íslandsbanka og Byrs sameinuð undir merkjum Íslandsbanka. Sú sameining er háð samþykki Samkeppniseftirlits og Fjármálaeftirlits.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK