Íslenskir bankar á botninum

Íslenskir bankar eru á botninum í mati Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) á heilbrigði banka í 143 ríkjum.

Ráðið hefur nýlega birt árlega skýrslu sína um samkeppnishæfni þjóða en þar var Ísland í 30. sæti en Sviss í öðru sæti. 

Í skýrslunni er fjallað um ýmsa þætti viðskiptalífsins og löndum raðað niður. Í töflu yfir heilbrigði banka er Ísland í 141. sæti af 143. Fyrir neðan eru bankar í Úkraínu og á Írlandi, sem raunar er með langlægstu einkunnina. Í næstu sætum fyrir ofan Ísland eru Jemen, Alsír og Búrúndí.  

Í efstu sætum á þessum bankalist eru Kanada, Suður-Afríka, Panama, Ástralía, Singapúr, Síle, Nýja-Sjáland, Finnland, Líbanon og Hong Kong. Noregur er í 13. sæti, Svíar í 17. sæti en Danir í 78. sæti með sömu einkunn og Mósambík og Katar.

Íslenska fjármálalífið á ekki upp á pallborðið hjá WEF. Á lista yfir aðgengi að fjármálaþjónustu er Ísland í 97. sæti, í 116. sæti þegar lagt er mat á kostnað við slíka þjónustu, 83 sæti yfir aðgengi að lánum, 70. sæti yfir aðgengi að áhættufjármagni og í 92. sæti þegar mat er lagt á reglur um hlutabréfamarkað.

Listar WEF yfir fjármálalíf landa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka