Miðlari veldur uppnámi

Rastani í viðtali við BBC. Myndin er af vef breska …
Rastani í viðtali við BBC. Myndin er af vef breska útvarpsins.

Sjálf­stæður miðlari í Lund­ún­um hef­ur valdið miklu upp­námi með um­mæl­um, sem hann lét falla við breska rík­is­út­varpið BBC í gær. Sagði miðlar­inn að leiðtog­ar ríkja heims gætu ekki komið í veg fyr­ir hrun fjár­mála­markaða og að fjár­fest­ing­ar­bank­inn Goldm­an Sachs stjórnaði heim­in­um.

Viðtal BBC við Al­essio Rast­ani hef­ur farið eins og eld­ur í sinu um net­heima. Jafn­framt er á kreiki há­vær orðróm­ur um að viðtalið sé hrekk­ur og að Rast­ani hafi villt á sér heim­ild­ir. BBC ber hins veg­ar á móti því.

Þegar BBC spurði Rast­ani um viðbrögð þjóðarleiðtoga við skuldakrepp­unni svaraði hann: „Miðlar­ar vita að hluta­bréfa­markaður­inn er hrun­inn. Þá er þeim sama um evr­una. Flest­um okk­ar er al­veg sama um hvernig þeir ætla að bjarga efna­hags­líf­inu, hvernig þeir ætla að bjarga þessu öllu sam­an - okk­ar starf er að græða pen­inga á þessu." 

Hann bætti við að í þrjú ár hefði hann dreymt um þetta augna­blik. „Ég vil gera játn­ingu, sem er sú að á hverju kvöldi þegar ég fer að sofa dreym­ir mig um nýtt sam­drátt­ar­skeið," sagði Rast­ani.

Fréttaþul BBC virt­ist nokkuð brugðið og þá bætti Rast­ani við: „Rík­is­stjórn­ir stýra ekki heim­in­um. Goldm­an Sachs stjórn­ar heim­in­um. Goldm­an Sachs er al­veg sama um björg­un­ar­áætlan­ir og það sama má segja um stóru sjóðina."

Um­mæli Rast­an­is vöktu þegar mikla at­hygli. Ýmsir veltu því fyr­ir sér hvort Rast­ani væri fé­lagi í sam­tök­un­um The Yes Men, banda­rísk­um hópi aðgerðasinna, sem báru ábyrgð á því að röng frétt birt­ist árið 2004 hjá BBC um að efna­fram­leiðand­inn Dow Chemical myndi greiða fórn­ar­lömb­um eit­ur­efna­slyss í Bhopal á Indlandi skaðabæt­ur.

Í sam­tali við frétta­vef For­bes þver­tók Rast­ani fyr­ir að hann tengd­ist The Yes Men og full­yrti að hann væri sjálf­stætt starf­andi miðlari.

BBC sagðist einnig hafa rann­sakað fer­il Rast­ani og ekk­ert benti til þess að hann hefði villt á sér heim­ild­ir.  

Í viðtal­inu sagðist Rast­ani vilja hjálpa fólki: „Það fyrsta sem fólk ætti að gera er að verja eign­ir sín­ar því ég spái því að inn­an árs muni sparnaður millj­óna manna gufa upp - og það er bara upp­hafið," sagði hann.

Viðtal BBC við Rast­ani

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK