ESB vill skatt á fjármagnsflutninga

José Manuel Barroso ávarpar Evrópuþingið í dag.
José Manuel Barroso ávarpar Evrópuþingið í dag. Reuters

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti til þess í morgun að tekinn yrði upp skattur á fjármagnsflutninga og sagði, að fjármálakerfið yrði að leggja sitt að mörkum til samfélagsins.

Barroso sagði í árlegri stefnuræðu sinni á Evrópuþinginu, að framkvæmdastjórnin myndi í dag leggja fram tillögu um slíkan skatt.

Hann sagði að aðildarríki Evrópusambandsins hefðu á undanförnum þremur árum í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 lagt fjármálageiranum til lánsfé og tryggingar sem næmu að minnsta kosti 4,6 billjónum evra. 

„Nú er tímabært að fjármálakerfið leggi sinn skerf fram til samfélagsins," sagði Barroso. 

Bandaríkin og nokkur ríki innan Evrópusambandsins eru andvíg skatti á fjármagnsflutninga, einkum þó Bretlands þar sem fjármálafyrirtæki eru mörg og sterk. Bæði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hafa samþykkt þessar tillögur.

Ekki er gert ráð fyrir því að slíkur skattur taki gildi fyrr en 2014 en hann gæti aflað 30-50 milljarða evra á ári.  

Aukin samstaða nauðsynleg

Barroso sagði í ræðu sinni, að Evrópusambandið standi nú frammi fyrir erfiðustu verkefnum frá því það var stofnað. Sagði hann að nauðsynlegt að aðildarlöndin sýni meiri samstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka