Tugmilljarða fjársvikamilla

Hollensk stjórnvöld hafa handtekið fjóra menn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklum fjársvikum, sem teygðu anga sína til fjölda landa. Hafa húsleitir verið gerðar í sjö löndum vegna málsins.

Lögregla segir, að grunur leiki á að um 200 milljónir evra, jafnvirði 32 milljarða króna, hafi verið svikin út úr fólki, sem fjárfesti hjá fyrirtæki að nafni Quality Investments BV. 

Fjórir Hollendingar voru handteknir, tveir í Hollandi, einn í Sviss og einn í Tyrklandi. Þá voru gerðar húsleitir á Spáni, í Dubai, á Englandi og Bandaríkjunum og hald lagt á eignir sem metnar eru á milljónir evra.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK