Framtakssjóður kaupir hlut í N1

Framtakssjóður Íslands hefur keypt um 39% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Arion banka hf. Þar af er 10% hlutur sem fyrrum skuldabréfaeigendur N1 eiga kauprétt á síðar.

Áður hafði Framtakssjóðurinn keypt 15,8% hlut af Íslandsbanka hf. og skilanefnd Glitnis. Segir í tilkynningu frá sjóðnum, að miðað við að kaupréttir í N1 verði nýttir muni Framtakssjóður Íslands fara með tæplega 45% eignarhlut í N1. Stefnt sé að skráningu N1 í kauphöll ekki seinna en á miðju ári 2013.

Í tilkynningu segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, að N1 hafi alla burði til að standa sig vel í öflugri samkeppni á neytenda- og fyrirtækjamarkaði á komandi árum. Sjóðurinn  muni leggja áherslu á að bæta rekstur félagsins enn frekar og koma síðan félaginu á hlutabréfamarkað með dreifðu eignarhaldi.

Eftir viðskiptin á Arion banki ekki hlut í N1. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits. Verður kaupverðið gefið upp þegar það liggur fyrir og viðskiptunum verður að fullu lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK