Gjaldþrot nálgast þúsundið

Verkamaður við byggingarvinnu í Reykjavík.
Verkamaður við byggingarvinnu í Reykjavík.

Tólf fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota í ágúst samanborið við 19 fyrirtæki í ágúst á síðasta ári. Það sem af er árinu hafa 950 verið tekin til gjaldþrotaskipta sem er 52,5% aukning frá síðasta ári. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Flest gjaldþrot það sem af er árinu eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Mikil aukning hefur verið í gjaldþrotum frá því í fyrra en allt síðasta ár voru 982 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Höfðu aldrei fleiri félög orðið gjaldþrota á einu ári en þá.

Alls voru 110 ný einkahlutafélög skráð í ágúst sem er sami fjöldi og í ágúst í fyrra. Alls efur 1071 einkahlutafélag verið skráð fyrstu 8 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæp 4% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1112 ný einkahlutafélög voru skráð.

Tilgangur flestra nýju félaganna er fasteignaviðskipti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK