25% lækkun á þremur mánuðum

Breska FTSE-vísitalan hefur fallið mikið eins og aðrar vísitölur.
Breska FTSE-vísitalan hefur fallið mikið eins og aðrar vísitölur. Reuters

Hlutabréf í kauphöllum í Þýskalandi og Frakklandi hafa fallið um 25% á síðustu þremur mánuðum. Þessi ársfjórðungur er einn sá versti í sögu kauphalla í fjöldamörg ár.

Hlutabréf í FTSE-kauphöllinni í London hafa lækkað í verði um 13,7% síðan í júní og fara þarf aftur til ársins 2002 til að finna jafn mikla lækkun.

Það eru ekki síst hlutabréf í bönkum sem hafa fallið. Verð hlutabréfa í Deutsche Bank og Commerzbank hafa lækkað um 30% á síðustu þremur mánuðum. Verð hlutabréfa í franska bankanum Societe Generale hefur lækkað um 50% á þessu tímabili og um meira en 40% í BNP Paribas.

Verð hlutabréfa lækkaði almennt í dag í kjölfar frétta um að verðbólga á evru-svæðinu væri komin upp í 3%. Fjárfestar höfðu reiknað með að Seðlabanki Evrópu myndi lækka vexti eftir að hafa hækkað þá í 1,5%. En tölur um verðbólgu hafa slegið nokkuð á þær væntingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK