Fer Yahoo til Kína?

Jack Ma þykir vera með gott nef fyrir viðskiptum og …
Jack Ma þykir vera með gott nef fyrir viðskiptum og stjórnun. reuters

Fiðring­ur hef­ur verið í net­heim­in­um yfir helg­ina eft­ir að kín­verski netjöf­ur­inn Jack Ma lýsti yfir mikl­um áhuga á að kaupa banda­ríska net­veldið Ya­hoo, helst í heilu lagi.

Ma lét þessi um­mæli falla á ráðstefnu við Stan­for­d­há­skóla, þar sem verið var að ræða viðskipta­mögu­leika Kína sem nýs risa á net­inu. Ma er stofn­andi og aðal­eig­andi kín­verska versl­un­ar­vefjar­ins Ali­baba.com. Hann rataði m.a. á lista For­bes yfir 25 valda­mestu viðskipta­menn Asíu árið 2005, og lenti í hópi bestu leiðtoga heims í sam­an­tekt Bloom­berg árið 2007.

Við þessi um­mæli hækkuðu hlut­ir í Ya­hoo um meira en 5% í viðskipt­um eft­ir lok­un markaða. Frá ára­mót­um hafa hlut­ir í Ya­hoo lækkað um 21%.

Ya­hoo á í dag 40% hlut í Ali­baba.

Að því er Bloom­berg grein­ir frá sendu stjórn­end­ur Ya­hoo frá sér yf­ir­lýs­ingu á dög­un­um á þá leið að fyr­ir­spurn­ir hefðu borist frá mörg­um aðilum um vænt­an­leg kaup. Hef­ur Bloom­berg eft­ir markaðsráðgjafa að náin tengsl Ma og Ya­hoo þýði að hann sé í góðri aðstöðu til að setja sam­an gott til­boð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK