Hlutabréf lækka mikið

Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt.
Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt. Reuters

Hlutabréf lækkuðu mikið í helstu kauphöllum Evrópu þegar viðskipti hófust þar í morgun. Er þetta rakið til tilkynningar grískra stjórnvalda í gærkvöldi um að þau muni ekki ná settum markmiðum um fjárlagahalla á þessu ári. Hefur þetta aukið líkur á greiðslufalli gríska ríkisins.

Kauphallarvísitölur í Frankfurt, París og Lundúnum lækkuðu um 2-3% í upphafi viðskiptadagsins. Í morgun lækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókýó um 1,78% og  vísitalan í Hong Kong lækkaði um 4,38%.

Gengi bréfa fransk-belgíska bankans Dexia lækkaði um rúmlega 12% eftir matsfyrirtækið Moody's tilkynnti að lánshæfiseinkunn bankans yrði hugsanlega lækkuð vegna lausafjárvandræða. Hlutabréf annarra franskra banka hafa einnig lækkað mikið í morgun en þeir eiga mikið af grískum ríkisskuldabréfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK