Hlutabréf lækka mikið

Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt.
Miðlarar í kauphöllinni í Frankfurt. Reuters

Hluta­bréf lækkuðu mikið í helstu kaup­höll­um Evr­ópu þegar viðskipti hóf­ust þar í morg­un. Er þetta rakið til til­kynn­ing­ar grískra stjórn­valda í gær­kvöldi um að þau muni ekki ná sett­um mark­miðum um fjár­laga­halla á þessu ári. Hef­ur þetta aukið lík­ur á greiðslu­falli gríska rík­is­ins.

Kaup­hall­ar­vísi­töl­ur í Frankfurt, Par­ís og Lund­ún­um lækkuðu um 2-3% í upp­hafi viðskipta­dags­ins. Í morg­un lækkaði Nikk­ei hluta­bréfa­vísi­tal­an í Tókýó um 1,78% og  vísi­tal­an í Hong Kong lækkaði um 4,38%.

Gengi bréfa fransk-belg­íska bank­ans Dex­ia lækkaði um rúm­lega 12% eft­ir mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's til­kynnti að láns­hæfis­ein­kunn bank­ans yrði hugs­an­lega lækkuð vegna lausa­fjár­vand­ræða. Hluta­bréf annarra franskra banka hafa einnig lækkað mikið í morg­un en þeir eiga mikið af grísk­um rík­is­skulda­bréf­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK