Olíuverð ekki lægra í rúmt ár

Miðlari á hrávörumarkaðnum í New York.
Miðlari á hrávörumarkaðnum í New York. Reuters

Verð á olíu hefur ekki verið lægra í rúmt ár en fjárfestar óttast að skuldakreppan í Grikklandi og afleiðingar hennar á heimsbúskapinn geti leitt til nýs samdráttarskeiðs.

Verð á olíufati var 77,34 dalir á markaði í New York í dag og hafði lækkað um 1,47 dali frá því á föstudag. Hefur olíuverðið ekki verið lægra frá því í september í fyrra.

Brent Norðursjávarolía lækkaði um 1,38 dali fatið á markaði í Lundúnum og var verðið 101,38 dalir. 

Olíuverð lækkaði í gærkvöldi eftir að grísk stjórnvöld tilkynntu að þau myndu ekki ná settum markmiðum um fjárlagahalla á þessu ári. Þessi yfirlýsing hefur aukið á óvissuna um hvort Grikkir fái lán samkvæmt áætlun, sem alþjóðlegar lánastofnanir hafa sett saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK