Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þrýstir á um að evru-ríkin um að leysa skuldakreppuna á svæðinu og það sé löngu tímabært að kynna aðgerðir til þess að koma í veg fyrir heimskreppu á næsta ári.
Að sögn Antonio Borges, sem fer með málefni Evrópu hjá AGS, er ekki hægt að útiloka að slík kreppa ríði yfir á næsta ári. AGS kynnti í morgun efnahagshorfur í Evrópu á fundi í Brussel. Telur sjóðurinn nauðsynlegt að breyta um stefnu í hagstjórn ríkja í Evrópu.