Miklar hækkanir urðu á helstu hlutabréfavísitölum í Evrópu er viðskipti hófust í kauphöllum álfunnar klukkan sjö í morgun. Í gær lækkuðu þær mikið vegna fregna af slæmri stöðu belgísk/franska bankans Dexia.
Í Lundúnum hefur FTSE-100 vísitalan hækkað um 2,30% í morgun, í Frankfurt nemur hækkun DAX 2,39% og í París hefur CAC vísitalan hækkað um 2,13%. Hlutabréf Dexia sem lækkuðu um 22% í gær en hafa hækkað um 9,3% í morgun.