Yahoo leiðir hækkanir

Frá kauphöllinni í New York
Frá kauphöllinni í New York Reuters

All­ar helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur á Wall Street hækkuðu í kvöld líkt og í evr­ópsk­um kaup­höll­um þrátt fyr­ir að hækk­un­in vest­an­hafs hafi ekki verið jafn mik­il og í Evr­ópu. Mest hækkuðu hluta­bréf Ya­hoo! vegna orðróms um að Microsoft mundi leggja fram nýtt til­boð í fé­lagið. Nam hækk­un Ya­hoo rúm­um 9,5% í kvöld. Hluta­bréf Microsoft hækkuðu um 2,3%.

Enn er ein­ung­is um orðróm að ræða en Microsoft reyndi að kaupa Ya­hoo fyr­ir þrem­ur árum án ár­ang­urs. Hins veg­ar er það staðfest að kín­verskt fyr­ir­tæki, Ali­baba, hef­ur lýst yfir áhuga á að eign­ast Ya­hoo. 

Dow Jo­nes vísi­tal­an hækkaði um 1,21%, S&P 500 hækkaði um 1,79% og Nas­daq um 2,32%.

Í Lund­ún­um hækkaði FTSE vísi­tal­an um 3,19%, CAC í Par­ís um 4,33% og DAX í Frankfurt um 4,91%. Í Madríd hækkaði Ibex vísi­tal­an um 3,06%, FTSE Mib vísi­tal­an í Mílanó hækkaði um 3,94% og OMX í Stokk­hólmi um 3,78%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Eyj­ólf­ur Stur­laugs­son: Æ nei
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK