Yahoo leiðir hækkanir

Frá kauphöllinni í New York
Frá kauphöllinni í New York Reuters

Allar helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street hækkuðu í kvöld líkt og í evrópskum kauphöllum þrátt fyrir að hækkunin vestanhafs hafi ekki verið jafn mikil og í Evrópu. Mest hækkuðu hlutabréf Yahoo! vegna orðróms um að Microsoft mundi leggja fram nýtt tilboð í félagið. Nam hækkun Yahoo rúmum 9,5% í kvöld. Hlutabréf Microsoft hækkuðu um 2,3%.

Enn er einungis um orðróm að ræða en Microsoft reyndi að kaupa Yahoo fyrir þremur árum án árangurs. Hins vegar er það staðfest að kínverskt fyrirtæki, Alibaba, hefur lýst yfir áhuga á að eignast Yahoo. 

Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,21%, S&P 500 hækkaði um 1,79% og Nasdaq um 2,32%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE vísitalan um 3,19%, CAC í París um 4,33% og DAX í Frankfurt um 4,91%. Í Madríd hækkaði Ibex vísitalan um 3,06%, FTSE Mib vísitalan í Mílanó hækkaði um 3,94% og OMX í Stokkhólmi um 3,78%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka