Sameinast Landsbankanum

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is / Hjörtur

Fjármögnunarfyrirtækin SP – Fjármögnun hf. og Avant hf. verða í dag sameinuð Landsbankanum.

Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar samþykkt samruna Avant hf. og SP Fjármögnunar hf. við Landsbankann hf. á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki.

Engar breytingar verða á högum viðskiptavina SP- fjármögnunar og Avant við þennan samruna . Landsbankinn mun taka við öllum réttindum og skyldum Avant  og SP-Fjármögnunar.

Landsbankinn eignaðist SP-fjármögnun að fullu árið 2009 en gamli Landsbankinn hafði áður átt 51% hlut í félaginu frá árinu 2002. Bankinn eignaðist 99% hlutafjár í Avant í febrúar síðastliðinn í kjölfar nauðasamninga.

Við sameininguna verða fyrirtækin ekki lengur sérstök fyrirtæki  heldur bætist við sjötta tekjusvið Landsbankans sem nefnist Bíla- og tækjafjármögnun.

Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP - Fjármögnunar verður framkvæmdastjóri hins nýja tekjusviðs. Nýir forstöðumenn sviðsins eru Hafdís Böðvarsdóttir, Helgi Þór Gunnarsson, Herbert Svavar Arnarson, Pétur Gunnarsson, Regína Sigurgeirsdóttir og Stefán Örn Bjarnarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK