Varhugaverðar breytingar á kerfinu

Skapti Hallgrímsson

Að mati greiningardeildar Arion banka er varhugavert að ráðast í jafnmikla uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu og fyrirhugað stjórnarfrumvarp leggur til. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu deildarinnar um sjávarútveg.

Um möguleg áhrif nýrrar fiskveiðilöggjafar segir greiningardeild m.a.:

„Hugmyndin með nýrri fiskveiðilöggjöf er að auðvelda nýliðun í sjávarútvegi og styðja betur við bakið á einstökum byggðarlögum. Að mati greiningardeildar er þó varhugavert að ráðst í jafnmikla uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu og fyrirhugað frumvarp leggur til. Ekki getur talist ásættanlegt fyrir jafn fjármagnsfreka grein og sjávarútveg að búa við þá óvissu sem frumvarpinu fylgir, nái það fram að ganga í óbreyttri mynd.

Samningar um afnotarétt til ekki lengri tíma en frumvarpið gerir ráð fyrir og það að ráðherra áskilji sér þann rétt að breyta fyrirkomulagi veiðanna á samningstímanum gætu haft veruleg áhrif á framtíðaráform, fjárfestingar og rekstur fyrirtækja sem starfa í greininni. Þar að auki eru margar af tillögðum breytingum frumvarpsins til þess fallnar að draga úr hagkvæmni fiskveiðistjórnunarkerfisins. Aukin gjaldtaka leggst einnig misþungt á útgerðir, bæði eftir stærð fyrirtækjanna og hvers konar veiðar þau stunda.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK