Fitch lækkar einkunn Ítalíu og Spánar

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi á ekki sjö dagana sæla
Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi á ekki sjö dagana sæla Reuters

Matsfyrirtækið Fitch fylgdi í dag í fótspor Standard & Poor's og Moody's og lækkaði lánshæfiseinkunn ítalska ríkisins um eitt þrep. Er einkunn þess nú A+ með neikvæðum horfum hjá Fitch. Fyrri einkunn var AA-.

Segir í tilkynningu frá Fitch að lækkunin endurspegli alvarlega stöðu mála á evru-svæðinu og hættuna á efnahagslegu og fjármálalegu áfalli.

Eins lækkaði Fitch lánshæfiseinkunn spænska ríkisins um tvö þrep og er einkunn landsins nú AA- með neikvæðum horfum. 

Aftur á móti staðfesti Fitch lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins BBB- með neikvæðum horfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK