Dexia bankanum skipt upp

Reuters

Stjórnvöld í Belgíu, Frakklandi og Lúxemborg hafa komist að samkomulagi um að skipta fransk/belgíska bankanum Dexía upp en hann er fyrsta fórnarlamb skuldakreppunnar á evru-svæðinu.

Segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í ríkjunum þremur að samkomulagið verði lagt fyrir stjórn bankans í dag en hún verður að samþykkja áætlun ríkjanna.

Forsætisráðherrar Frakklands og Belgíu, Francois Fillon og Yves Leterme, áttu fund í Brussel í dag þar sem formlega var gengið frá samkomulaginu en ríkin tvö komu inn í hluthafahóp Dexia árið 2008 er bankanum var síðast bjargað frá hruni.

Belgar vilja kaupa starfsemi Dexia í Belgíu og verður það borið undir hluthafafund. Samkvæmt fréttum fjölmiðla í Belgíu eru belgísk stjórnvöld ekki reiðubúin til að greiða hátt verð fyrir bankann og á því eftir að koma í ljós hvað hluthafar segja um yfirtökuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK