Dexia bankanum skipt upp

Reuters

Stjórn­völd í Belg­íu, Frakklandi og Lúx­em­borg hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að skipta fransk/​belg­íska bank­an­um Dexía upp en hann er fyrsta fórn­ar­lamb skuldakrepp­unn­ar á evru-svæðinu.

Seg­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu frá stjórn­völd­um í ríkj­un­um þrem­ur að sam­komu­lagið verði lagt fyr­ir stjórn bank­ans í dag en hún verður að samþykkja áætl­un ríkj­anna.

For­sæt­is­ráðherr­ar Frakk­lands og Belg­íu, Franco­is Fillon og Yves Leterme, áttu fund í Brus­sel í dag þar sem form­lega var gengið frá sam­komu­lag­inu en rík­in tvö komu inn í hlut­hafa­hóp Dex­ia árið 2008 er bank­an­um var síðast bjargað frá hruni.

Belg­ar vilja kaupa starf­semi Dex­ia í Belg­íu og verður það borið und­ir hlut­hafa­fund. Sam­kvæmt frétt­um fjöl­miðla í Belg­íu eru belg­ísk stjórn­völd ekki reiðubú­in til að greiða hátt verð fyr­ir bank­ann og á því eft­ir að koma í ljós hvað hlut­haf­ar segja um yf­ir­tök­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka