Bretar spara í matarkaupum

Tesco
Tesco Reuters

Stærstu matvörukeðjur Bretlands, Tesco og Asda, hafa undanfarna mánuði tapað markaðshlutdeild til verslana sem bjóða matvöru á mun lægra verði. Meðal annars til Aldi, Lidl og Iceland.

Hefur Tesco gripið til aðgerða til þess að mæta minnkandi sölu með því að bjóða um 3 þúsund vörur á lægra verði undir kjörorðinu: Big Price Drop. Sainsbury hefur einnig gripið til svipaðra aðgerða með Brand Match. 

Sala smásöluverslana í Bretlandi jókst um 5,1% á tólf vikna tímabili sem lauk þann 2. október sl., samanborið við sama tímabil í fyrra. Á sama tímabili hefur matvælaverð hækkað um 5,9%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka