Olíuverð lækkar meðan beðið er eftir Slóvakíu

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í morgun á meðan beðið er eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslu á þinginu í Slóvakíu um framtíð björgunarsjóðs evrusvæðisins.

Framkvæmdastjóri OPEC, helstu olíuframleiðenda í heimi, Abdullah El-Badri, hefur hins vegar enga trú á því að kreppa sé yfirvofandi í heiminum á sama tíma og samtökin ákváðu að draga úr framleiðslu þriðja mánuðinn í röð.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember lækkað um 81 sent og er 108,14 dalir tunnan.

Í New York hefur verð á hráolíu lækkað um 64 sent og er 84,77 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK