Bauhaus leitar að starfsfólki

Verslun Bauhaus á Íslandi
Verslun Bauhaus á Íslandi

Þýska byggingavöruverslunin Bauhaus hyggst auglýsa eftir starfsfólki í lok mánaðarins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu á morgun, og greint er frá á vef blaðsins í kvöld. Bauhaus reisti verslun við Vesturlandsveg og ætlaði að opna hana í árslok 2008 en frestaði því vegna bankahrunsins hér á landi.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu er talið að Bauhaus hyggist opna verslunina um eða upp úr áramótunum. Í samtali við blaðið vildi Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi, ekki staðfesta nákvæma tímasetningu en sagði þó að byrjað yrði að auglýsa eftir starfsfólki í lok október. Halldór Óskar hefur undanfarnar vikur dvalið í Danmörku í þjálfun hjá Bauhaus en hann var ráðinn framkvæmdastjóri haustið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK