Enginn vafi um að krónan hafi hjálpað

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vera neinum vafa að þau hagstæðu samkeppnisskilyrði sem sköpuðust vegna gengisfalls krónunnar hafi hjálpað hagkerfinu gegnum samdráttarskeið undanfarinna ár.

Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar með fjármálaráðherra í morgun.  Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Steingrím út í framtíðarsýn hans í peningamálum. Steingrímur sagði að ekkert annað benda til þess en að peningamálastefnan verði áfram sjálfstæð á næstu árum og lagði á það áherslu að gjaldmiðillinn sem slíkur getur aldrei verið orsök efnahagserfiðleika heldur er það efnahagsstefnan sem skiptir máli í þessu  samhengi. Minnti fjármálaráðherra Magnús Orra ennfremur á að það virðist vera jafn mögulegt að komast í efnahagsvanda með krónum og evrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK