Lítil eftirspurn eftir lánum

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að takmörkuð eftirspurn eftir fjármagni sé helsta skýringin á litlum vexti í útlánastarfsemi um þessar mundir. Þetta kom fram í ræðu sem Birna hélt á fjármálaþingi sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær.

Fram kom í ræðu Birnu að lánanefnd og áhættunefnd Íslandsbanka hefðu samþykkt stærstan hluta þeirra mála sem hefðu komið inn á þeirra borð á árinu. Um 74% þeirra mála sem hafa verið tekin fyrir hafa fengist samþykkt að sögn Birnu og miklum minnihluta, eða um 3%, hafi beinlínis verið hafnað. Birna sagði ennfremur að þessar tölur væru jafnframt til marks um að fyrirtæki væru farin að laga sig að ríkari kröfum bankans um lánshæfi fyrirtækja.

Lánaumsóknir það sem af er ári endurspegla jafnframt stöðuna í hagkerfinu að mati Birnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK