Ætla að reisa álkaplaverksmiðju

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður. www.mats.is

Fyrirtækið ALUCAB ehf. áformar að reisa álkaplaverksmiðju í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur sótt um lóð á álversreitnum og fengið samþykki bæjaryfirvalda. Greint er frá þessu í Austurglugganum í dag.

Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu var fyrirtækið stofnað þann 25. júlí sl. og samkvæmt auglýsingunni er tilgangur þess „vinnsla áls og annarra málma/efna með það að markmiði að framleiða kapla og aðra leiðara.”

Þórður Snorri Óskarsson er framkvæmdastjóri ALUCAB ehf. en hann er jafnframt framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Intellecta ehf. og starfaði áður sem starfsmannastjóri Eimskips, framkvæmdastjóri KPMG sem og Norðuráls.

Stjórnarformaður ALUCAB ehf. er Kristján Börkur Einarsson, einnig starfsmaður Intellecta ehf.

Í samtali við Austurgluggann sagði Þórður að fyrirtækið áformaði að reisa álkaplaverksmiðju og að viðbrögð bæjaryfirvalda hefðu verið góð. Hann sagði að verið væri að vinna að því að hnýta lausa enda og að ekki væri hægt að greina frá þeirri vinnu að svo stöddu en hann bætti því við að vænta mætti tilkynningar frá fyrirtækinu um framvindu málsins eftir u.þ.b. mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK