Bankar neyddir til að þiggja aðstoð

Dexia bankinn var sá fyrsti til þess að þurfa á …
Dexia bankinn var sá fyrsti til þess að þurfa á ríkisaðstoð að halda Reuters

Evrópskir bankar sem þurfa á endurfjármögnun að halda verða jafnvel neyddir til þess að þiggja slíka endurfjármögnun, segir Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forsvarsmaður fjármálaráðherra á evru-svæðinu.

Í útvarpsviðtali í morgun við Juncker kom fram að einhverjir evrópskir bankar þurfi á endurfjármögnun að halda. Þar sem þörf er á endurfjármögnum verði að grípa inn og tryggja að það gerist svo þeir skapi ekki hættu fyrir allt fjármálakerfið.

Bankastjóri Deutsche Bank, Josef Ackermann, sagði í gær að umræðan um endurfjármögnun banka væri ekki í takt við stöðuna á markaðnum þar sem flestir bankar hefðu bætt stöðu sína sjálfir nú þegar. Það að dæla peningum inn í bankana myndi ekki takast á við rót vandans í Evrópu.

Samtök þýskra banka, BdB, hafa gefið út svipaðar yfirlýsingar, að skuldakreppan á evru-svæðinu sé ekki bankakreppa heldur skuldakreppa ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK