Gap rifar seglin í N-Ameríku

Gap
Gap

Bandaríska fatakeðjan Gap ætlar að loka 189 verslunum í Norður-Ameríku fyrir árslok 2013 og stefnir á frekari útrás í Kína.

Alls rekur Gap 1.056 verslanir í Norður-Ameríku en í árslok 2013 er stefnt að því að þær verði 700 talsins.

Gap, sem á og rekur samnefndar verslanir og Banana Republic, ætlar að þrefalda fjölda verslana í Kína og að þær verði orðnar 45 talsins í lok árs 2012, samkvæmt frétt Street.com.

Forstjóri Gap, Glenn Murphy, segir að  með þessu sé Gap ekki að hætta á heimamarkaði heldur skýrist þetta af miklum samdrætti í Bandaríkjunum. Á öðrum ársfjórðungi dróst sala Gap saman um 3% í N-Ameríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK