Evran lækkaði gagnvart Bandaríkjadal í dag eftir að hafa styrkst í liðinni viku. Er lækkunin meðal annars rakin til orða talsmanns þýsku ríkisstjórnarinnar um að varast beri of miklar væntingar um fund Evrópusambandsríkjanna næsta sunnudag. Engar líkur séu á því að vandi evru-ríkjanna verði leystur á mánudag.
Evran var skráð 1,39 dalir fyrr í dag en í kvöld var hún skráð á 1,3734 dali.