Verð hlutabréfa hækkuð þegar markaðir opnuðu í morgun. Hlutabréfavísitala í London hækkaði um 0,95%. Þýska vísitalan hækkaði um 0,91% og sú franska um 0,73%. Markaðir í Asíu hækkuðu einnig í dag.
Um helgina var haldin fundur G20-ríkja, en á honum lýstu ríkin því yfir að þau ætluðu að taka af festu á skuldakreppunni. Nýlegar tölur um stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum eru einnig taldar eiga sinn þátt í stuðla að aukinni bjartsýni á hlutabréfamörkuðum.