Matsfyrirtækið Moody's varaði frönsk stjórnvöld við því í kvöld að lánshæfiseinkunn franska ríkisins gæti verið í hættu. Jafnvel yrði horfum breytt í neikvæðar en franska ríkið er með AAA í einkunn hjá matsfyrirtækinu.
Segir í tilkynningu frá Moody's að hætta sé á að matinu verði breytt ef fjárhagslegur styrkur hins opinbera versnar á næstu mánuðum. Slík breyting gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Frakklands sem er annað stærsta hagkerfi Evrópu.