Moody's varar Frakka við

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti Reuters

Matsfyrirtækið Moody's varaði frönsk stjórnvöld við því í kvöld að lánshæfiseinkunn franska ríkisins gæti verið í hættu. Jafnvel yrði horfum breytt í neikvæðar en franska ríkið er með AAA í einkunn hjá matsfyrirtækinu.

Segir í tilkynningu frá Moody's að hætta sé á að matinu verði breytt ef fjárhagslegur styrkur hins opinbera versnar á næstu mánuðum. Slík breyting gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Frakklands sem er annað stærsta hagkerfi Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK