Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í kvöld eftir að ekki tókst að ná samkomulagi um aðgerðir vegna skuldakreppunnar í Evrópu og minnkandi hagvöxt í heiminum á G20 fundinum í París um helgina.
Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember lækkaði um 42 sent á markaði í New York í kvöld og er nú 86,38 Bandaríkjadalir tunnan.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,06 dali og er 110,16 dalir tunnan.